Félag Fagkvenna

Um okkur

Hverjir geta orðið meðlimir Félagsins?  

Allir sem telja sig vera fagkonu og hafa lokið sveinsprófi, eru á námssamning eða í námi í karllægri iðngrein. Fagkonur sem hafa áhuga að kynnast öðrum fagkonum með samskonar eða svipaða menntun. Ásamt því að vilja breyta staðalímynd iðnaðarmannsins og fjölga kvenfólki í iðngreinum.

Hvers konar bakgrunn hafa meðlimir félagsins? Hverjir geta orðið meðlimir Félagsins?

Félag Fagkvenna skartar fjölbreyttum hópi sem lokið hafa sveinsprófi, eru á námssamningi eða í námi í karllægum iðngreinum. Í Félaginu má t.d. finna rafvirkja, rafeindavirkja,  húsa- og húsgagnasmiði, bifvélavirkja, pípara, múrara, flugvirkja og skrúðgarðyrkjufræðinga. 

Hvað gerir félagið aðlaðandi fyrir konur til þess að taka þátt?

Í þeim iðngreinum sem teljast karllægar er hlutfall fagkvenna mjög lágt og í sumum greinum eru engar fagkonur. Þar sem það er vöntun á iðnmenntuðu fólki í atvinnulífinu teljum við fráleitt að helmingur þjóðfélagsins virðast ekki íhuga þann möguleika að gera iðngreinar að sínum starfsvettvangi. Þessu viljum við breyta með því að breyta þeirri staðalímynd sem iðngreinar hafa á sér og hvetja ungt fólkt til að íhuga iðnnám sem valkost. Félagið er frábær vettvangur fyrir fagkonur til að kynnast öðrum sem standa í sömu sporum, deila reynslu og hittast til að hafa gaman.

Kostar að taka þátt?

Við erum með félagsgjöld sem eru rukkuð tvisvar sinnum á ári. Upphæðin er 6000 kr eða samtals 12000 kr. Þessi peningur er notaður til þess að standa straum af kostnaði við kynningarstarf og viðburði á vegum félagsins. Nemar þurfa aðeins að borga einu sinni eða sem nemur 6000 kr, svo það er gott að minnast á það hvort það eigi við þegar sótt er um aðild.

Stjórn Félags Fagkvenna 2022-2023

Formaður

Margrét Halldóra Arnarsdóttir

Margrét er rafvirki og starfar sem rafvirki ásamt því að kenna við Raftækniskólann og stunda nám við múraraiðn.

Gjaldkeri

Þeba Björt Karlsdóttir er rafvirkjameistari og símsmiður sem rekur sitt eigið rafverktaka fyrirtæki.

Ritari

Tinna Magnúsdóttir

Tinna Magnúsdóttir er blikksmiður og vélstjóri að mennt. Hún hefur starfað í blikksmiðju til fjölda ára en undanfarin ár hefur hún unnið hjá Landhelgisgæslunni sem vélstjóri á varðskipinu Tý.

Meðstjórnandi

Sóley Rut

Sóley er húsa- og húsgagnasmíða meistari. Hún starfar sem húsasmiður hjá Afltak og vinnur mest við tryggingatjón.

Meðstjórnandi

Melkorka María Guðmundsdóttir

Melkorka María Guðmundsdóttir er húsasmiður sem vinnur á teiknistofu

Meðstjórnandi

Eygló

Meðstjórnandi

Sara Brekkan

Sara er húsasmíðameistari og starfar sem kennari við smíðadeild FB.

Meðstjórnandi

Erla

VILTU VERA MEÐ?

%d bloggurum líkar þetta: