Á árlegu keilumóti Félags Fagkvenna var góð stemmning og fagkonur léku á alls oddi. Boðið var upp á fordrykk áður en leikar hófust og var mætingin góð. Gleði og glens í bland við mikil tilþrif og einbeitingu einkenndu keppnina. Eftir keiluna settist hópurinn niður saman og fagkonur gæddu sér á hlaðborði af pizzum og eflduHalda áfram að lesa „Tara stóð uppi sem sigurvegari“
Author Archives: johannabardar
Fagkonur á Starfamessu
Fagkonur tóku þátt í Starfamessu í Kársnesskóla í Kópavogi á dögunum. Starfamessur eru viðburðir sem yfirleitt eru skipulagðir af náms- og starfsráðgjöfum. Fyrirtækjum og fólki úr fjölbreyttum starfsgreinum er boðið að taka þátt og kynna störf og/eða fyrirtæki fyrir nemendum á efsta stigi. Markmiðið er að nemendur fái að sjá hversu margar leiðir standa íHalda áfram að lesa „Fagkonur á Starfamessu“
Árlegt keilumót Fagkvenna
Fagkonur nær og fjær! Það er komið að hinu árlega keilumóti Félags Fagkvenna. Við hlökkum til að sjá sem flest í Keiluhöllinni Egilshöll þann 15. nóvember næstkomandi.Vinsamlegast skráið ykkur til leiks með því að smella á skráningarhlekkinn í auglýsingunni.
Sveinsbréfsafhending í rafiðnaði
Á glæsilegri sveinsbréfsafhendingu rafiðnaðarins í september s.l. dró til tíðinda þegar um 10% nýsveina í rafvirkjun voru konur. Þetta er frábær þróun innan fagsins og vonandi merki um að samfélagslegar breytingar séu að eiga sér stað í átt að auknum fjölbreytileika og jafnrétti í iðngreinum. Þetta var jafnframt stærsti hópur kvenna sem hefur fengið sveinsbréfHalda áfram að lesa „Sveinsbréfsafhending í rafiðnaði“