Saga félagsins

Stofnun

Stofnkonur Félags Fagkvenna, mynd frá stofnfundi

Félag Fagkvenna var stofnað haustið 2016 af 11 fagkonum. Þar var nafnið ákveðið, tilgangur og framtíðarplön félagsins rædd. Í fyrstu stjórn félagsins sátu Guðný Helga Grímsdóttir, Eva Björk Sigurjónsdóttir húsasmiður, Margrét Arnarsdóttir rafvirki, Svanbjörg Vilbergsdóttir pípulagningameistari og Þeba Björt Karlsdóttir rafvirkjameistari.

Hlutfall kvenna í iðngreinum er enn mjög lágt. Í mörgum greinum eru konur aðeins lítið brot af heildinni og í sumum greinum eru alls engar konur.
Á sama tíma býr atvinnulífið við skort á iðnmenntuðu fólki og samfélagið missir af hæfileikum og sjónarhornum stórs hóps.

Félag Fagkvenna var stofnað til að vinna gegn þessari skekkju. Með því að rjúfa staðalímyndir, efla sýnileika kvenna í iðngreinum og hvetja ungt fólk til að íhuga iðnnám sem raunhæfan valkost, leggur félagið sitt af mörkum til fjölbreyttari og réttlátari vinnumarkaðar.

Starf félagsins snýst ekki aðeins um að opna dyr heldur einnig um að skapa samfélag. Hér fá fagkonur vettvang til að tengjast, miðla reynslu, læra af öðrum og finna stuðning – sem styrkir okkur í starfi og eflir sjálfstraust. Með sameiginlegu átaki getum við gert iðngreinar að spennandi valkosti fyrir öll, óháð kyni.