Samþykktir félagsins
1. gr. Félagið heitir Félag fagkvenna
2. gr. Tilgangur félagsins er að hvetja konur að sækja nám og störf í sem teljast vera í karllægum iðngreinum.
3. gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að kynna margvísleg störf þeirra iðngreina sem eru í boði, búa til öflugt tengslanet, virkja fleiri konur og hvetja konur áfram í starfi sínu. Einnig mun félagið skoða hvaða þættir mættu fara betur til að gera vinnuumhverfið betra og meira aðlaðandi. Allt sem félagið tekur að sér er gert á jákvæðan og uppbyggilegan máta.
4. gr. Félagið er fyrir allar þær konur sem eru með sveinspróf, á námssamningi eða í námi sem telst vera í karllægri iðngrein.
5. gr. Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
6. gr. Starfstímabil félagsins er frá 1. janúar tl 31. desember ár hvert. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok apríl ár hvert og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.
Dagskrá aðalfundar skal sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
7.gr. Stjórn félagsins skal skipuð 3-8 félagskonum, formanni, varaformanni og 3-6 meðstjórnendum. Formaður og 3 meðstjórnendur skulu kosnir 2 ár í senn og varaformaður og 3 meðstjórnendur skulu kosnir 2 ár í senn á móts við hina
8.gr. Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega.Hafa skal félagsskrá yfir félagskonur. Heimilt er að segja sig út Félag fagkvenna hvenær sem er með tilkynningu til formanns, félagsgjald fæst þó ekki endurgreitt. Ef félagsgjald er ekki greitt í heilt ár er félagskona felld út af félagsskrá.
9. gr. Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til uppbyggingar félagsins og nýtt í þá viðburði og fundi sem haldir eru á vegum Félags fagkvenna.
10. gr. Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Barnaspítala Hringsins.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi
Dagsetning: 28.11.2016
„Okkur langar til þess að vera með samstarf við karla, en ekki samkeppni“
-setning frá stofnfundi