Sveinsbréfsafhending í rafiðnaði

Á glæsilegri sveinsbréfsafhendingu rafiðnaðarins í september s.l. dró til tíðinda þegar um 10% nýsveina í rafvirkjun voru konur. Þetta er frábær þróun innan fagsins og vonandi merki um að samfélagslegar breytingar séu að eiga sér stað í átt að auknum fjölbreytileika og jafnrétti í iðngreinum.

Þetta var jafnframt stærsti hópur kvenna sem hefur fengið sveinsbréf í rafvirkjun afhent í einni athöfn – sögulegt skref sem sýnir að fleiri konur sjá sér framtíð í greininni.

Félag fagkvenna fagnar þessum áfanga og viljum við hvetja fleiri konur til að stíga inn í rafiðngreinar. Því fjölbreyttara sem fagfólkið er, því öflugra verður fagið – og því bjartari framtíð blasir við bæði iðngreininni og samfélaginu í heild.