Félag fagkvenna og Húsasmiðjan hefja nú samstarf til vitundarvakningar með það að markmiði að eyða staðalímyndum í iðngreinum. Við viljum hvetja alla til að kynna sér kosti iðnnáms og íhuga iðngreinar sem atvinnumöguleika.
Fagkonur stefna á stóra hluti árið 2022 og við vonumst til að sjá sem flestar fagkonur með okkur í liði.
